Blábankinn í Project EUROPE, pt.3.
Dreifðar jaðarbyggðir eru víða.
Þessa dagana erum við að taka þátt í Evrópuverkefninu “Project EUROPE”, sem er ERASMUS+ verkefni og stýrt af Austan Mána ( https://www.eastofmoon.com/ ).
Farið er yfir mismunandi sviðsmyndir og lausnir í dreifðum byggðum sem mörg hver eiga við líkar áskoranir að stríða.
Það sem er áhugavert er að víðast hvar er verið að stíga svipuð skref að marki, og markið er oft það sama þá mismunandi leið þangað liggi.
Sjálfbær , jafnvel vaxandi þorp eru eitthvað sem unnið er að.
Áskoranirnar eru margar :
-Innviðir eftirá.
-Regluverk dýrt/þungt í vöfum fyrir smærri byggðir.
-Færri tækifæri en í þéttari byggð.
Þessi hluti viðburðaraðar fer fram á Gran Canaria, þar sem ferðaiðnaður hefur haft viðvarandi áhrif á hefðir, umhverfi og líf íbúa.
Áður var haldin vinnustofa á Sardiníu, svo í Blábankanum, hér á GranCanaria og svo í vetur á Madeira.
Her eru þannig þjónustulausar byggðir þar sem fólki finnst það vera raddlausir þátttakendur í stærra spili.
Spili sem þau samþykktu ekki að vera hluti af.
Hliðstæður við okkar svæði eru þannig margar og áhugavert að bera saman og finna leiðir.