Samvinnurými

Í Blábankanum er aðstaða fyrir minni og stærri viðburði en einnig vinnu- og fundaraðstaða.

Samvinnurymi_hero.png
 

Neðri hæð Blábankans

Á fyrstu hæð Blábankans er opið rými fyrir viðburði og fundi. Rýmið rúmar um 40 manns í sæti eða 20 manns við borð. Í rýminu er stór skjár og hátalarar sem hægt er að nýta við kynningar og fundi en einnig áhorf á td. Fótboltaleiki.

Við innganginn er upplýsinga-horn þar sem hægt er að finna upplýsingar varðandi þróun Þingeyrar og stærri verkefni á svæðinu, praktískar upplýsingar fyrir íbúa og tilflutta og hvað er á döfinni á svæðinu.

Í miðju rýminu er huggulegur sófa krókur og aðgengi að bókum og dagblöðum.

Hægt er að færa öll húsgögn fyrir mismunandi viðburði.

Gjaldkeraþjónusta Landsbankans er á fyrstu hæð hússins og er þjónustan opin alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00.

 

Efri hæð Blábankans

Á efri hæð hússins er samvinnurými með 7 borðum og stólum. Þar er einnig að finna besta útsýnið yfir fjörðinn. Eitt rými á efri hæð Blábankans er einstaklega hentugt fyrir myndbandagerð og myndvinnslu. Rýmið er án glugga og málað dökk grátt. Á efri hæðinni er að finna fundaraðstöðu fyrir allt að 8 manns. Í rýminu er stór skjár.

 
 

 Fundaraðstaða

Fundaraðstaða Ráðstefna á fyrstu hæð hússins

Rýmið rúmar um 40 manns í sæti eða 20 manns við borð

16.400 kr. m/vsk

Hafa samband

 

Fundaraðstaða í lokuðu rými fyrir 8 manns

Per dag

12.400 kr. m/vsk

Hafa samband

 

Innifalið er

  • Kaffi og te í sameiginlegri aðstöðu (sjálfsafgreiðsla).

  • Wifi.

  • Stjór skjár (hdmi tengi).

  • Aðgangur að A4 og A3 prentara (sjá gjaldskrá á staðnum).

  • Aðgengi frá kl. 07:00-22:00 eða eftir samkomulagi.

    Möguleiki á að kaupa fundarþjónustu sem inniheldur kaffi og sætabrauð og hádegismat á staðnum (4.000 - 6.000kr/pers).

 Vinnuaðstaða

 Vinnuaðstaða í opnu rými

Per dag

3.720 kr. m/vsk

———————————————————

Per viku (7 daga)

14.880 kr m/vsk

———————————————————

Per mánuð

24.800 kr. m/vsk

Hafa samband

 
 

Innifalið er

  • Borð og stóll. Frábært útsýni.

  • Kaffi og te í sameiginlegri aðstöðu (sjálfsafgreiðsla).

  • Wifi.

  • Venjuleg notkun, hafið samband ef verkefnið krefst beintengingar/háhraða.

  • Aðgang að A4 og A3 prentara. Sjá gjaldskrá á staðnum.

  • Aðgangur að fundaraðstöðu.

  • Aðgangur að Svörtu herbergi.

  • Aðgengi allan sólarhringinn.

  • Aðgengi að viðburðum í Blábankanum.

 

 Samstarfsaðilar