Verslun á Þingeyri
Hamona er lítil búð með mikið úrval. Þar er matvörubúð en einnig grill og kaffi. Opið er kl. 11:00-19:00 á veturna en lengur á sumrin.
Sjá nánar: Hamona
Kaffihús
Simbahöllin er kaffihús þar sem meðal annars er hægt að fá alvöru belgískar vöfflur. Simbahöllin er opin daglega að sumri til og við einstök tilefni á veturna.
Sjá nánar: Simbahöllin Café
Gisting
Blábankinn er í samstarfi við útleigjendur og gistihúsið Við Fjörðinn. Hótel Sandafell er einnig opið yfir sumartímann. Hafið endilega samband við Blábankann fyrir frekari upplýsingar á info@blabankinn.is