Startup Westfjords

2024

Verkefni_Hero.png

SW24.

Að þessu sinni er farið í að skoða aukna notkun gervigreindar í ferðaþjónustu..

Ekki er erfitt að ímynda sér aukna ferðamennsku á vestfjörðum, það er þegar veruleiki okkar að mikil aukning hefur og mun eiga sér stað áfram.

Við viljum þannig skoða hvernig þessi öflugu AI verkfæri munu gagnast okkur í að gera ENN betur í þjónustu þeirri sem við viljum veita.




Startup Westfjords 2024 fer fram á íslensku en einhverjir fyrirlestrar eru á ensku.

Dagur 1: 14:00-17:00

Dagur 2: 09:00-15:00

Dagur 3: 09:00-15:00

Dagur 4: 09:00-12:00

Hafið samband á startupwestfjords@blabankinn.is fyrir frekari upplýsingar.

Eins getum við aðstoðað með að finna gistingu á meðan á dvöl ykkar stendur.

Þátttaka á Startup Westfjords kostar 30.000 kr. og innifalið í því verði er öll dagskráin, sem og hádegismatur og drykkir alla dagana. Ferðakostnaður, gisting og annað slíkt er á kostnað hvers og eins þátttakanda.





Einstaklingar og lítil teymi geta sótt um.

Staðfestingar- og þátttökugjald er 30.000 kr.

 
Verkefni_blabankinn_2019.jpg
 

Hvað er í boði?

Ef þú ert valin/n í hemilinn færðu aðgang að vinnuaðstöðu í Blábankanum, samfélags- og frumkvöðlasetrinu á Þingeyri. Reyndir ráðgjafar frá mismunandi sérsviðum munu hjálpa okkur að koma verkefninu áfram. Alla helgina verða ráðgjafar með fyrirlestra á morgnana sem þróast yfir í samtal um verkefnið þitt. Þess á milli verður tími til þess að vinna sjálfstætt í vinnurými Blábankans og taka þátt í þeim ótal hvetjandi hlutum sem hægt er að gera á Þingeyri. Þú munt fá tækifæri til að tengjast sjálfum þér, umhverfinu og öðrum þátttakendum í einstöku umhverfi. Við elskum að taka á móti eldhugum. Blábankinn fjárfestir hins vegar ekki beint í verkefnum. Dagarnir og kvöldin eru ekki skipulögð til hins ítrasta, fyrir utan valfrjálsa viðburði, svo þú þarft að vera sjálfknúinn og nýta þér þetta tækifæri sem best.


Arctic Digital Nomads

Kannaðu heimskautssvæðið: Haltu dagvinnunni þinni

Arctic Digital Nomads er net samstarfsrýma á afskekktum svæðum á Íslandi, í Noregi, Grænlandi og Færeyjum. Við bjóðum þér að taka þátt í litlum og seigum samfélögum við jaðar veraldar, lifa í sátt við náttúruna og gera upplifa ævintýri í daglegu lífi þínu.

 
Verkefni_ADN_logo.png
 

Samstarfsaðilar

N68° E13°

Lofoten, Norway

Arctic Coworking Lodge >

N61° W6°

Vágur, Faroe Islands

Faroes Coworking Adventure >

N66° W23°

Westfjords, Iceland

The Blue Bank

N61° W46°

Narsaq, Greenland

Hotel Narsaq >

 

 Nærsamfélagið

 

 Viðburðir

Margir viðburðir eru haldnir í Blábankanum. Viðburðir eru auglýstir á Facebook síðu Blábankans og í hópnum Á döfinni

 

Langar þig að halda opna samkomu í Blábankanum?

Hafðu endilega samband á info@blabankinn.is eða í síma 8410470