Vinnustofa um stafræna flakkara á norðurslóðum

Arctic Digital Nomads eða Stafrænir Flakkarar á Norðurslóðum er samstarfsverkefni á milli norðurlandanna um störf án staðsetningar.

Verkefnið er að frumkvæði Blábankans en felur í sér samvinnu við Grænland, Norðurlöndin og Skotland um að skapa grundvöll fyrir störf án staðsetningar og mynda tengslanet á milli svæða sem bjóða upp á vinnuaðstöðu fyrir fólk frá öllum heiminum.

Stafrænir flakkarar er sí stækkandi hópur og miðar verkefnið að þekkingarsköpun og markaðssetningu til flakkara víðsvegar að úr heiminum sem sækir í vinnurými sem það getur ferðast á milli. Verkefnið styður við sóknaráætlun og byggðaáætlun og eykur þekkingu á þörfum fólks í fjarvinnu milli menningarheima.

Ástralarnir Jay Topp og Dom Gould hafa undanfarnar vikur verið að flakka á milli þessara samvinnurýma, enda vinna þeir báðir mestmegnis í eigin verkefnum í fjarvinnu. Þeir eru í augnablikinu að búa til heimildarmynd um stafræna flakkara á norðurslóðum í samstarfi við ADN og Blábankann. Þeir hafa verið á Þingeyri síðan í lok apríl og hlakka til að spjalla við gesti um norðurslóðir, sjálfbærni og skynsamlega bjartsýni um framtíðina.

Vinnustofan fer fram í Blábankanum á Þingeyri, Fjarðargötu 2, föstudaginn 6. maí kl. 18. Öll velkomin!

Opið verður á Hótel Sandafelli í mat og drykk að vinnustofunni lokinni fyrir þau sem vilja.

Previous
Previous

Heimsækjum Þingeyri!

Next
Next

Spennandi páskar á Þingeyri og í Dýrafirði