Lisbet Harðardóttir tekur við sem verkefnastjóri í Blábankanum
Nýr verkefnastjóri Blábanka.
Við hjá Blábankanum erum glöð að tilkynna að Lísbet Harðardóttir frá Ísafirði hefur gengið til liðs við okkur sem verkefnastjóri.
Lísbet hefur fjölbreytta reynslu og er einstaklega áhugasöm um nýsköpun og samfélagsverkefni. Með sterkar rætur á Vestfjörðum hefur hún skýra sýn á mikilvægi byggðaþróunar og samfélagsstyrkingar. Hún mun leiða fjölmörg verkefni sem snúa að því að efla samfélagið, stuðla að nýsköpun og auka samstarf bæði innanlands og á alþjóðavísu.
Hennar kraftur, sköpunargáfa og tengsl við nærsamfélagið munu án efa lyfta starfsemi Blábankans á næsta stig. Við erum spennt að fylgjast með verkefnum hennar þróast og sjá áhrifin sem þau munu hafa fyrir Þingeyri, Vestfirði og víðar.
Styrkur úr Lóu sjóði gerir ráðningu Lisbetar mögulega og erum við þákklát fyrir það.
Velkomin í teymið, Lísbet!