Vinnustofa í einstaklingsmiðaðri markmiðasetningu

Vinnustofan „Plan er allt sem þarf“ í Blábankanum á Þingeyri miðvikudaginn 18. janúar kl. 19:30-22:30

Veistu hver er munurinn á draumi og markmiði? Ingibjörg Rósa fræðir okkur um einstaklingsmiðaða markmiðasetningu á þriggja klukkustunda vinnustofu í Blábankanum. Þar fer hún yfir raunhæfa markmiðasetningu, hvernig fjarlægustu draumar geta orðið að veruleika, hvers vegna strenging áramótaheita getur haft þveröfug áhrif og hvenær B plan er ekki góð hugmynd.

Þetta kvöld förum við skref fyrir skref yfir það hvernig við breytum stórum sem smáum draumum í veruleika með fleira en viljann að vopni. Jákvæðni, raunsæi, bjartsýni, trú og hinn „dularfulli“ aðlöðunarmáttur (e. Law of Attraction) skipta jafnmiklu, ef ekki meira, máli.

Ertu með sérstök markmið fyrir árið 2023? Komdu á vinnustofu í Blábankanum og búðu til  gott plan. 

Ingibjörg Rósa er hugmyndasmiður sem hefur hrundið ýmsu í framkvæmd, náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. Síðastliðin misseri hefur hún leiðbeint fólki um sjálfsrækt og persónulega bætingu til að taka stjórnina í eigin lífi.

Vinnustofan fer fram á íslensku og er án endurgjalds. Skráning og frekari upplýsingar á info@blabankinn.is. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í Blábankanum 18. janúar! Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst, þar sem takmarkað pláss er í boði. Skráningarfrestur er til 16. janúar. 

Previous
Previous

Frumsýning á „Digital North - Coworking in the Arctic Circle“

Next
Next

Blábankinn 5 ára!