Nýsköpunarhemill
Þann 5.-12. september 2021 verður Nýsköpunarhemillinn, Startup Westfjords, haldinn í fjórða skiptið í Blábankanum á Þingeyri. Startup Westfjords er eins konar vinnustofa þar sem frumkvöðlar og hugmyndasmiðir koma saman í eina viku með hugmyndir sínar á borðið, en megin markmiðið er að teygja og beygja hugmyndir í átt að sjálfbærni, framtíðinni og uppbyggjandi samfélagi.
Ótal hlutir í okkar samfélagi ýta undir hraða þróun og mikil afköst á stuttum tíma. Það hugafar hefur ekki alltaf jákvæð áhrif á skapandi hugsun. Sköpun þarfnast einbeitingar, frelsis og öruggis. Nýsköpun er eitt af mikilvægustu tólum mannkynsins til þess að þróa heilbrigt samfélag með efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum stöðugleika. Þess vegna höldum við Nýsköpunarhemil, þar sem við hvetjum hugmyndasmiði til þess að staldra við og taka þátt í samtali með sérfræðingum, opna nýjar dyr og þróa hugmyndirnar enn lengra.
Framtíðarlifnaðarhættir er þema hemilsins í ár, við fjöllum um framtíðina í samhengi við náttúruhamfarir, neysluhegðun, samfélagsábyrgð og skynsamlega notkun náttúruauðlinda. Þessir hlutir eru gríðalega mikilvægir fyrir hvert einsta nýsköpunarfyrirtæki. Þar sem framtíðin varðar alla nýsköpun, hvetjum við alla hugmyndasmiði til þess að sækja um.
Nánar upplýsingar veitir Íris Indriðadóttir, verkefnastóri, iris@blabankinn.is, Simi: 8980494.