Blábankinn auglýsir eftir bankastjóra

Bankastjóri_augl_21.JPG

Blábankinn auglýsir eftir bankastjóra

Langar þig að leiða uppbyggingu og nýsköpun í sjávarþorpi á Vestfjörðum?

  • Sýnir þú frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika, ert skapandi og hugsar út fyrir boxið?  

  • Áttu auðvelt með uppbyggjandi samskipti á íslensku og ensku og hefur áhuga á að tengja saman fólk og efla samstarf milli hagaðila?  

  • Kanntu að miðla sögum um byggðaþróun, nýsköpun og sjálfbæra lifnaðarhætti?

  • Viltu vinna og búa í fallegu þorpi í nálægð við náttúruna?

Stjórn Blábankans ses á Þingeyri auglýsir stöðu bankastjóra lausa til umsóknar.

Bankastjóri Blábankans

Bankastjóri er forstöðumaður Blábankans og sér um daglegan rekstur og nýsköpunarverkefni. Þetta er fullt starf sem unnið er undir stjórn Blábankans ses með búsetu á Þingeyri. Blábankinn er ekki fjárhagslegur banki heldur vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni á Vestfjörðum. Fólk víða að úr heiminum leggur inn hugmyndir í Blábankann og ávaxtar fyrir sjálft sig, þorpið og heiminn. 

Helstu verkefni bankastjóra Blábankans eru:

  • Sköpun og verkefnastjórn nýsköpunarverkefna

  • Umsjón og útleiga á vinnurýmum (co-working space) 

  • Umsjón með þjónustu við íbúa og frumkvöðla á þingeyri

  • Verkstjórn hlutastarfsmanns


Við leitum að einstaklingi með reynslu af verkefnastjórnun fjölþjóðlegra verkefna. Góðir samskiptahæfileikar og íslensku- og enskukunnátta eru skilyrði. Bankastjóri þarf að vera tilbúinn til að taka að sér mörg mismunandi verkefni sem munu þróast og breytast. Sveigjanleiki og framkvæmdagleði eru því mikilvægir eiginleikar bankastjóra.

Um Blábankann

Blábankinn tók til starfa árið 2017 sem samstarfsverkefni milli einkaaðila, ríkis og sveitarfélags og hefur síðan verið fyrirmynd nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðva á Íslandi. Í Blábankanum er góð vinnuaðstaða og tækifæri til að láta til sín taka við uppbyggingu samfélags. Sjá nánar á blabankinn.is

Á Þingeyri er frábær aðstaða til útivistar, skóli, leikskóli, íþróttamannvirki, félagsheimili, söfn og hina margrómuða sundlaug á Þingeyri, allt í göngufæri. Þá er stutt í fjöruna, til fjalla, á golfvöllinn.


Umsóknarfrestur um starfið er til og með 10. ágúst 2021. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til Agnesar Arnardóttur í stjórn Blábankans, á netfangið agnes@vestfirdir.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Agnes Arnardóttir í gegnum sama netfang.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum áhugasama einstaklinga, óháð kyni til að sækja um starfið.

Previous
Previous

Nýsköpunarhemill

Next
Next

Spennandi tímar framundan