Þátttakendur á Startup Westfjords 2021: Leiry Seron

Leiry Seron í Blábankanum á Þingeyri.

Eins og komið hefur fram var Startup Westfjords nýsköpunarhemillinn okkar í september 2021 mjög vel heppnaður. 

Þetta var í fjórða sinn sem hemillinn var haldinn og voru þátttakendur og verkefni mjög fjölbreytt, en þó öll tengd þema ársins, sjálfbærni.

Við kynnum hér nokkra þátttakendur og verkefni þeirra. 

Fyrst til leiks er Leiry Seron.

Leiry er myndhönnuður og efnishöfundur frá Hondúras með aðsetur á Íslandi. Hún vinnur nú að því að sameina áhugamál sín í hönnun, ljósmyndun, villtri náttúru, ritlist, heimspeki og viðskiptum í fallega upplifun sem aðrir geta notið góðs af. 

Ein af þessum hugmyndum er það sem Leiry kallar „Skapandi lýðræðishúsið“ (e. the Creative Democracy House); fjölnota sköpunar- og tengslasvæði á Vestfjörðum, sem býður upp á rými þar sem fólk getur búið saman og líka til að slaka á og hugleiða.

Hugmyndin er að rýmið bjóði upp á sveigjanleika og komi til móts við báðar hliðar sköpunar: að mynda tengingu við samfélagið og gleði þar sem ólíkar hugmyndir mætast, en einnig að dýpri, rólegri og einbeittari hluta sköpunar þar sem hægt er að leita inn á við.

Eftir að hafa tekið þátt í nýsköpunarhemlinum og fengið innblástur frá öllum þátttakendum hefur Leiry þróað hönnunarstofu sína enn frekar; nú í fjölmiðlastofu sem sérhæfir sig í að kanna tengsl náttúru, sköpunargáfu og samlífs í gegnum hönnunarmiðla og upplifanir.

Hægt er að fylgjast með báðum verkefnum Leiry á @creative.democracy og @cerrodeplata. Ef þú vilt vera hluti af verkefnunum er hægt að hafa beint samband við Leiry á Instagram.

Previous
Previous

Þátttakendur á Startup Westfjords 2021: rasley

Next
Next

Vel heppnaður nýsköpunarhemill 2021