Þátttakendur á Startup Westfjords 2021: rasley

Rasley klæðist hér rafsnúrspeysu.

Það var frábært á nýsköpunarhemlinum hjá okkur í september.

Þetta var í fjórða sinn sem nýsköpunarhemillinn var haldinn og mættu þátttakendur með spennandi verkefni sem þau unnu að á meðan á hemlinum stóð. Verkefnin voru fjölbreytt en þó öll tengd þema ársins, sjálfbærni.

Við kynnum hér nokkra þátttakendur og verkefni þeirra.

Næst til leiks er Rebekka Ashley Egilsdóttir/rasley með verkefnið rafsnúr.

Tæknin þróast hratt og í kjölfarið verða rafmagnssnúrur úreltar og missa hlutverk sitt inn á heimilum. Með því að prjóna snúrurnar saman myndast textíll sem rasley kallar „rafsnúr". Hægt er að nota „rafsnúr" til að skapa vefnaðarvöru og gefa snúrunum áframhaldandi líf inn á heimilinu. Afrakstur verkefnisins hefur verið ljósakrónur, peysa og taska.

Rasley er menntaður vöruhönnuður sem hefur unnið mikið með textíl eftir útskrift. Aðaláhersla hennar er endurnýting og vitundarvakning á sjálfbærni í hversdagslegu samhengi.

Eftir að hafa tekið þátt í nýsköpunarvikunni á Þingeyri sagði rasley: „Startup Westfjords veitti mér mikinn innblástur og leyfði mér að vinna í áhyggjulausu umhverfi. Fólkið sem ég kynntist, bæði fyrirlesarar og samnemendur, veittu mér góða innsýn að fjölbreyttri nálgun á umhverfismálum og sjálfbærni í hönnun og listum."

Hægt er að fylgjast með rasley á Instagram, @_rasley.

Previous
Previous

Frábær vinnustofa í Blábankanum með Gunnari Thorberg

Next
Next

Þátttakendur á Startup Westfjords 2021: Leiry Seron