Blábankinn Blábankinn

Frábær vinnustofa í Blábankanum með Gunnari Thorberg

Í byrjun janúar fór fram vinnustofa í Blábankanum með Gunnari Thorberg um sameiginlega markaðssetningu á Þingeyri fyrir sumarið 2022.

Gunnar er varaformaður í stjórn Blábankans og sérfræðingur í markaðssetningu. Hann er stofnandi og eigandi markaðsfyrirtækisins Kapals og hefur mikla reynslu af markaðsstarfi fyrir áfangastaði, s.s. fyrir Siglufjörð, Eyjafjarðarsveit og Vestfirði.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Þátttakendur á Startup Westfjords 2021: rasley

Þetta var í fjórða sinn sem nýsköpunarhemillinn var haldinn og mættu þátttakendur með spennandi verkefni sem þau unnu að á meðan á hemlinum stóð. Verkefnin voru fjölbreytt en þó öll tengd þema ársins, sjálfbærni.

Við kynnum hér nokkra þátttakendur og verkefni þeirra.

Næst til leiks er Rebekka Ashley Egilsdóttir/rasley með verkefnið rafsnúr.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Þátttakendur á Startup Westfjords 2021: Leiry Seron

Eins og komið hefur fram var Startup Westfjords nýsköpunarhemillinn okkar í september 2021 mjög vel heppnaður. Þetta var í fjórða sinn sem hemillinn var haldinn og voru þátttakendur og verkefni mjög fjölbreytt, en þó öll tengd þema ársins, sjálfbærni.

Við kynnum hér nokkra þátttakendur og verkefni þeirra.

Fyrst til leiks er Leiry Seron.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Vel heppnaður nýsköpunarhemill 2021

Startup Westfjords 2021 var haldinn í fjórða sinn í Blábankanum á Þingeyri í byrjun september.

Startup Westfjords er eins konar vinnustofa þar sem frumkvöðlar og hugmyndasmiðir koma saman í eina viku með hugmyndir sínar á borðið, en megin markmiðið er að teygja og beygja hugmyndir í átt að sjálfbærni, framtíðinni og uppbyggjandi samfélagi.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Birta bankastjóri

Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri. Birta hefur fjölbreytta reynslu og hefur meðal annars starfað með umhverfissamtökum, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hjá Warner Bros í London, markþjálfi, fyrir Breska utanríkisráðuneytið og stofnað og rekið eigið fyrirtæki

Read More
Blábankinn Blábankinn

Leiðbeinendur Startup Westfjords

Startup Westfjords kynnir með stolti þá fjölbreyttu og glæsilegu leiðbeinendur sem flytja fyrirlestra og verða með ráðgjöf þetta árið. Lykilþema vinnustofunnar í ár er framtíðarlifnaðarhættir, en leiðbeinendurnir koma að þemanu úr ólíkum áttum. Hver og einn leiðbeinandi flytur klukkutíma fyrirlestur fyrir þátttakendur SW ásamt því að taka þátt í opnum umræðum og veita svo perósnulega ráðgjöf og hlustun.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Nýsköpunarhemill

Ótal hlutir í okkar samfélagi ýta undir hraða þróun og mikil afköst á stuttum tíma. Það hugafar hefur ekki alltaf jákvæð áhrif á skapandi hugsun. Sköpun þarfnast einbeitingar, frelsis og öruggis.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Blábankinn auglýsir eftir bankastjóra

Við leitum að einstaklingi með reynslu af verkefnastjórnun fjölþjóðlegra verkefna. Góðir samskiptahæfileikar og íslensku- og enskukunnátta eru skilyrði. Bankastjóri þarf að vera tilbúinn til að taka að sér mörg mismunandi verkefni sem munu þróast og breytast. Sveigjanleiki og framkvæmdagleði eru því mikilvægir eiginleikar bankastjóra.

Read More
Blábankinn Blábankinn

Spennandi tímar framundan

Við kynnum með stolti splunkunýja heimasíðu Blábankans. Hér á síðunni verður hægt að finna allar helstu upplýsingar um Blábankann, samvinnurými, verkefni, Þingeyri og fylgjast með fréttum.

Read More